Jóna Björk tekur við sem framkvæmdastjóri

Fréttatilkynning

Jóna Björk tekur við Garðheimum

Stjórn Garðheima hefur ráðið Jónu Björk Gísladóttur sem nýjan framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hún tekur við starfinu af Kristínu Helgu Gísladóttur, sem hefur ákveðið að láta af störfum eftir farsælan áratug í starfi.

Jóna Björk er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur einnig stundað nám í markaðsfræðum við The University of Maryland. Hún býr að fjölbreyttri reynslu sem mun nýtast vel í leiðtogahlutverkinu, m.a. sem markaðsstjóri félagsins.

„Ég er afar spennt að taka við þessu starfi og hlakka til að vinna áfram að uppbyggingu og vexti fyrirtækisins okkar á nýjum stað. Ég vil líka nota tækifærið og þakka Kristínu fyrir einstakt starf undanfarin ár, þá sérstaklega við byggingu nýju verslunarinnar okkar.“ segir Jóna Björk.

Kristín lætur af störfum sátt með þann árangur sem náðst hefur á hennar vakt og óskar Jónu velfarnaðar í starfinu.

Garðheimar hlakka til að hefja nýjan kafla undir forystu Jónu og stefna á að halda áfram að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu og spennandi nýjungar í Álfabakka 6.

Nánari upplýsingar veitir:
Jóna Björk Gísladóttir, nýr framkvæmdastjóri
jonabjork@gardheimar.is
sími: 8643324