The Bastard

Að elda á kamado grilli er gjörólík upplifun við eldun á hefbundnu grilli.

Kamado grillið eru í raun ofn, gerður úr þykku keramiki, sem gerir þér kleift að grilla, baka og reykja. Áherslan er hitastjórnun, stöðugleika og nákvæmni og þá skiptir máli þykktin á keramikinu sem og þéttleikinn þegar grillið er lokað. Með vali á kolum og stjórnun á loftflæði má stýra hitastigi mjög nákvæmlega. Hægt er að hægelda á vægum hita í marga klukkutíma, eða snöggelda pizzur á nokkrum mínútum.

Grillin eru mjög þung og haggast ekki í íslensku veðri og vindum. Þykktin í keramikinu og hita einangrunin þýðir einnig að veðurfar skiptir litlu máli og grillin virka jafn vel að vetri sem að sumri.

Um er að ræða aldagamla japanska hefð í eldamennsku og notast er við viðarkol sem gefa einstakt bragð, en það getur farið eftir tegund og gerð þeirra kola sem notuð eru. Einangrun grillanna veitir einstaklega góða nýtingu af kolum. Gott getur verið að setja nokkur ný kol ofan í með gömlu þegar eldað er næst.

Það tekur um 10-15 mínútur að ná upp hita í grillunum. Grillið og loftinntökin eru opnuð upp á gátt, kolin sett í botn grillsins og síðan kveikt í með vaxkubb eða “One-minute-lighter” kveikjaranum frá Bastard.

Til að stjórna hitanum er notast við loftgötin efst og neðst í grillinu, þannig er loftflæðinu stýrt inn í hvelfinguna. Þægilegt er að fylgjast með hitanum í gegnum innbyggða hitamælirinn á lokinu.

Umhirða:
Fylgist vel með þéttihringnum í lokinu. Mikilvægt er að halda honum í heilu lagi til að eiginleikar grillsins njóti sín sem best. Ef hann rifnar eða skemmist gæti þurft að skipta honum út

Mælt er með að nota yfirbreiðslu þegar grillið er ekki í notkun og á það sérstaklega við um toppstykkið til að varna því frá ryði

20 ára ábyrgð er á þessum grillum í Evrópu.