Dagana 2.-5. nóvember blásum við til opnunarhátíðar Garðheima við Álfabakka. Þá ætlum við að bjóða uppá ýmsar uppákomur og blómleg tilboð um alla verslun. Jólaundirbúningurinn verður kominn vel af stað og bjóðum við ykkur að koma og njóta þess að hefja jólaundirbúninginn saman.
Fimmtudaginn 2. nóvember verður verslunin opin til kl 22 og bjóðum við uppá sýnikennslur, áhugaverðar vörukynningar, smakk og lifandi tónlist milli kl 19 og 21.
- Dúettinn María Magnús og Sjonni spila léttan jóladjass
- Sýnikennslur í gerð útiskreytinga, ljósaskreytinga og einfaldra blómaskreytinga
- Íslensku hönnuðirnir frá Vorhús, Heklu og Fólk kynna nýjar vörur
- Súkkulaðismakk frá Nóa Siríus, Xchockolatl, Freyju og ostakynning frá MS
- Óáfengt kampavínssmakk og Granateplaklaki í boði Rolf Johansen
- Kynning á lífrænu kaffi frá Nærandi Líf, lífrænu súkkulaði frá Chockolate&Love og fallegum snyrtivörum frá Victor Vaissier o.fl.
- Hjúkrunarfræðingur á vegum Royal Canin veitir næringarráðgjöf fyrir gæludýrin. Vigt á staðnum þannig að hægt sé að vigta dýrin.
Laugardaginn 4. nóvember verður lifandi stemning og fjölskylduvæn dagskrá milli kl 13 og 16:
- Andlitsmálun og blaðrari fyrir krakkana frá Sirkus Ísland
- Sýnikennsla í blómabúðinni í gerð skreytinga
- Ráðgjöf og sýnikennsla í garðyrkjudeildinni varðandi vatnsræktun og umhirðu pottaplantna
- Bollakökur, mjólk og kaffi í boði.
- Súkkulaðismakk frá Nóa Siríus og Freyju
- Ýmsar vörukynningar víða um verslunina
- Kynningar og ráðgjöf í gæludýradeildinni
20% afsláttur af eftirfarandi vöruflokkum gildir dagana 2.-5. nóvember.
- Kerti
- Ljósaseríur
- Ljósahlutir
- Haustlyng
- Pottaplöntur
- Pottar
- Íslensk hönnunarvara
- Gæludýravörur
- Gæludýrafóður
Afsláttarkóði í vefverslun er ALFABAKKI6
Hlökkum til að taka á móti ykkur í nýrri og glæsilegri verslun við Álfabakka 6!