Verið velkomin á forleik jóla í Garðheimum um helgina. Þar verður jólalínan okkar frumsýnd og verðum við með fullt af ævintýralega fallegum hugmyndum og innblæstri í hverju horni.
Laugardag milli kl 13 og 16 verður spennandi dagskrá í gangi:
- Blómaskreytarnir Inga og Þórdís verða með sýnikennslu í gerð kerta og ljósaskreytinga. Þar ætla þær að sýna gestum hvernig á að gera einfalda aðventuskreytingu en verða líka með hugmyndir af skreytingum fyrir fyrir metnaðarfullu týpurnar. Þannig ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
- Garðyrkjufræðingarnir Gunnsa og Ólöf verða með sýnikennslu í gerð útiskreytinga því eins og við vitum þá er fátt skemmtilegra en að koma heim að fallega skreyttu húsi á aðventunni. Þarna erum við að tala um hurðakransa, grenilengjur og ýmsar útfærslur á útiplöntuskreytingar með jólaljósum.
- Í ljósaseríudeildinni verða svo Emil og Stefán tilbúnir með góð ráð varðandi uppsetningu á ljósaseríum hvort sem er fyrir einkaheimili eða húsfélög.
- Íslensku hönnuðurnir Hekla, Sveinbjörg og Tinna Magg verða með okkur að kynna sína vinsælu og fallegu vörur. Einstakt tækifæri til að kaupa vörurnar þeirra á afsláttarverði.
- Þá verður ýmislegt gott í gogginn í boði. Möndlumaðurinn verður með ristaðar jólamöndlur sem kemur öllum í jólagírinn. Einnig verður í boði jólakonfekt frá Nóa Siríus, trufflur frá La Praline, Astrid popp, sódavatn frá Klaka, heitt kakó, kaffi og ýmislegt fleira.
Laugardag og sunnudag verður svo 20% afsláttur af öllum vörum í versluninni og því einstakt tækifæri til að gera góð kaup fyrir jólin. * Afslátturinn gildir að sjálfssögðu einnig í vefverslun með notkun á kóðanum FORLEIKUR.
*Afslátturinn gildir ekki af afskornum blómum, grillum og Stihl vörum.
Sjá jólavörur í vefverslun okkar