Fer fram helgina 1.- 2. febrúar frá kl 13.00 -17.00
Á sýningunni verður að finna ótalmargar hugmyndir fyrir fermingarveisluna. Uppádekkuð borð, skreytingar, áletranir, hárskraut og allt sem þarf að huga að fyrir stóra daginn.
Þá verða með okkur fjöldi góðra samstarfsaðila.
- Cosmo verður með tískusýningu á fermingarfatnaði kl 14:00 á laugardag og sunnudag.
- Veisluþjónustan Matar Kompaný kynnir veitingar fyrir veisluna.
- Sætar Syndir galdrar fram glæsilegar kökur.
- Rent a party kynnir ýmislegt skemmtilegt fyrir veisluna.
- Nítró sýnir vespur, fatnað og ýmsar græjur.
- Samskipti sýnir boðskort fyrir fermingarveisluna.
- Rakel Ósk ljósmyndari kynnir ljósmyndatökur.
- Dóttir sýnir fallega skartgripi fyrir fermingarbarnið.
Þá verður lukkupottur fyrir fermingarbarnið á staðnum þar sem gefst færi á að vinna glæsilega vinninga frá Garðheimum og samstarfsaðilum.
Hlökkum til að sjá ykkur öll á fermingarsýningu Garðheima um helgina.