Sáning fræja

1. Sáning

  • Setjið fræin í bakka með sáðmold
  • Setjið nokkur fræ í hverja holu
  • Sáðtími er misjafn eftir tegund, ca 3-6 vikur
  • Hafið hitastig ca 15°C
  • Haldi› moldinni rakri, gott að breiða blöð yfir eða notið hlýf

2. Spírun

  • Takið dagblöðin/ hlýf af
  • Birtustig fer eftir tegund, sjá frælista
  • Hafið hitastig 10-20°C, fer eftir tegund
  • Vökvið vel og sjaldan, moldin á alltaf að vera rök

3. Dreifplöntun (priklun)

  • Þegar ca 4 blöð hafa myndast, þá þarf að prikla
  • Takið þá hverja plöntu fyrir sig og setjið í hólfabakka
  • Notið gróðurmold, ekki sáðmold

4. Herðing

  • Gott er að herða plönturnar áður en þær eru settar út. Það er gert með því að setja plönturnar út á daginn þegar orðið er frostlaust og taka inn að kvöldi

 

5. Útplöntun og staðsetning

  • Staðsetning fer eftir tegundum, en oft er valinn sólríkur og skjólgóður staður
  • Gefið áburð þegar plantan er full vaxinn, best er að nota lífrænan áburð, t.d. þörungarmjöl, moltu eða þurrkaðan hænsnaskít