Karfan er tóm
Viðeigandi næring skiptir sköpun í því hvernig plönturnar í garðinum dafna. Því er mjög mikilvægt að huga vel að áburðargjöf og fylgjast með því hvort garðurinn sé að líða einhvern skort. Einnig ber að hafa í huga að gefa hæfilegt magn áburðar, en of mikill áburður getur haft skaðleg áhrif á gróðurinn og koma þá fram svipuð einkenni og þegar um skort er að ræða.
Til að plöntur þroskist og vaxi eðlilega þurfa þær að fá nokkur megin næringarefni, s.s. köfnunarefni, fosfór, kalí, magnesíum og brennistein, en einnig eru s.k. snefilefni mikilvæg lífsstarfseminni. Blanda af þessum efnum er í flestum tilbúnum áburðum, en er samsetningin nokkuð mismunandi. Þá er kalk mjög mikilvægt fyrir jarðvegsbygginguna, en það vinnur gegn súrnun jarðvegs, losar næringarefni og bætir jarðveginn almennt.
Næringarefnin virka á mismunandi vaxtaratriði plantna. Oftast er hægt að koma auga á næringarefnaskort með því að skoða lit plantanna. Köfnunarefni hafa aðallega áhrif á blaðvöxt plantna og skerpa grænan lit fleirra. Sé um köfnunarefnisskort að ræða verður litur blaðanna ljós fölgrænn. Fosfór styrkir rótarkerfið og eykur undirvöxt plantna. Oft verða plöntur blágrænar eða jafnvel hálf fjólubláar á lit flegar um fosfór skort er að ræða. Kalí sér um að jafna salt og sýrustig plantna. Plöntur sem skortir kalí verða gulgrænar eða grágrænar á lit.
Kartöflur þurfa frekar sýruríkan jarðveg og ber því að forðast að bera kalk á kartöflugarða, sem og rækta kartöflur í landi sem hefur verið kalkað sl 2-4 ár. Ef jarðvegurinn ef of sýruríkur getur komið kláði í kartöflurnar sem sýnir sig í óhrjálegum flekkjum á kartöflunum. Til að vinna til móts við kláða ber að blanda brennisteini saman við jarveginn áður en kartöflurnar eru settar niður, á 2-3 ára fresti.
Ef litur blaða á matjurtum er ljós getur verið um snefilefnaskort að ræða. Þarf þá að gefa sérstaka snefi lefnablöndu, Sporamix, á 2 til 3 ára fresti. Þegar blómstrun lætur á sér standa, getur verið gott að bera kalíum og þrífosfat til að hvetja plöntuna áfram.
Skiptiborð: 540 3300
verslun@gardheimar.is
Opið frá kl 10 - 21 fram til jóla
STIHL verslun opin frá kl 8.00-16.00 alla virka daga