Karfan er tóm
Nordmannsþinurinn er algengasta jólatré íslenskra heimila. Það er barrheldið, fagurgrænt og stendur vel, svo lengi sem það er vökvað vel.
Nordmannsþinurinn okkar er ræktaður af alúð í dönskum jólatráaskógi.
*Sérvöldu jólatrén eru einstaklega falleg tré sem eiga að standast ströngustu fegurðarkröfur.
Heimkeyrsla á höfðuborgarsvæðinu:
Leiðbeiningar varðandi lifandi jólatré innandyra:
Garðheimar mæla stærð jólatrjáa skv. viðurkenndri aðferð í Evrópu. Grein úr efsta kransi er lögð að stofni trésins og toppur þeirrar greinar telst efsti punktur. Þá eru oft eftir um 20 cm alla leið upp í topp trésins. Margir íslenskir söluaðilar mæla alla leið upp að topp trésins sem skekkir samanburð.
Nordmannsþinur er hið sígilda jólatré til margra áratuga og sú tegund sem flestir velja. Hann hefur fagurgrænan lit á mjúkum nálunum, er barrheldinn og getur verið mjög þéttur. Þessi tegund er ekki ræktuð á Íslandi og því flutt inn til landsins fyrir hver jól frá reyndum jólatrésbónda í Danmörku.
Rauðgreni er sú tegund sem lengst hefur verið notuð sem jólatré hér á landi. Með réttri meðhöndlun er það frekar barrheldið og þannig hægt að halda ferskgrænum nálunum betur á trénu. Ilmurinn er mjög góður og oft hefur rauðgreni þetta ‘ekta’ jólatréslega vaxtarlag, píramídlaga og þétt. Auk þess er það frekar nett og því ekki mjög plássfrekt.
Stafafuran er einstaklega falleg sem jólatré og ilmurinn sérstaklega góður. Hún er að koma sífellt sterkari inn sem jólatré fyrir þá sem kjósa örlítið annað vaxtarlag en hið sígilda píramídalaga tré. Stafafuran er einnig barrheldinn og heldur fagurgrænum nálunum vel fram yfir áramót.
Skiptiborð: 540 3300
verslun@gardheimar.is
Opið frá kl 10 - 21 fram til jóla
STIHL verslun opin frá kl 8.00-16.00 alla virka daga