Karfan er tóm
Vökvun: Haldið jólastjörnunni rakri, en hún má ekki þorna alveg. Hún má ekki standa í vatni. Gott er að setja hana í hlífðarpott og láta standa á blautum vikri eða mosa. Vökva með volgu vatni, ekki skal úða blöðin. Gefið daufa áburðarblöndu hálfsmánaðarlega.
Hitastig: Kjörhiti fyrir jólastjörnu á meðan hún er í blóma er 16-21°C, þolir ekki kulda og trekk. Lengri líftími: Jólastjarna er fjölær en oftast ræktuð sem einær. Eftir blómgun (eftir jólin) er gott að setja hana á bjartan stað og draga skal úr vökvun fram í apríl. Þá er henni umpottað og vökvun aukin.
Varúð: Pakka þarf jólastjörnunni vel inn ef fara á með hana út eða milli staða, má td. ekki standa úti í bíl í kulda. Safinn í jólstjörnunni er ertandi. Gætið því varúðar ef grein brotnar að safinn berist ekki í sár eða augu.
Jólastjarnan er mjög viðkvæm fyrir kulda og trekki.
Skiptiborð: 540 3300
verslun@gardheimar.is
Opið frá kl 10 - 21 fram til jóla
STIHL verslun opin frá kl 8.00-16.00 alla virka daga