Timjan

Timjan
Timjan

Timjan

Garðablóðberg

Thymus vulgaris

Fjölær og skriðul planta sem verður 10 - 30 cm að hæð. Við sáningu þurfa fræin góða birtu en þau eru mjög smá og þess vegna þarf ekki að hylja þau með mold. Sett út þegar frostaleysir í þurran jarðveg. 

Timjan er mjög algengt í matarðgerð, en blöðin má bæði nota fersk og þurr.

Sáning

  • Sáðtími: Forræktun hefst inni frá janúar
  • Gróðursetning úti: Júní
  • Fjöldi fræja: Fjöldi fræja fer eftir stærð fræja og stærð potta. Þumalputtaregla fyrir c.a. 12 cm pott er að nota 3-5 fræ í hvern pott (t.d. kóriander sem hefur stór fræ), en ef fræin eru mjög lítil þá 10-15 fræ í hvern pott (t.d. timian, oregano ofl sem hafa lítil fræ). Fræ sem eru mjög lítil er best að láta liggja ofaná moldinni.
  • Hitastig: Venjulegur stofuhiti er ákjósanlegur fyrir nánast allar kryddjurtir. Varist of mikinn hita þegar spírurnar eru litlar, þá geta stilkarnir orðið þunnir og ræfilslegir.

Sjá meira um sáningu kryddjurta

Vörunúmer

Vara er ekki til sölu