Graslaukur

Graslaukur
Graslaukur

Graslaukur

Allium schoenoprasum

Graslaukur er fjölær og harðgerð planta sem verður ca 30-40 cm há, vex í litlum þúfum og má rækta bæði í pottum og beðum. Stilkana má nota í ýmsa matargerð en yfirleitt er graslaukurinn bestur ferskur. Holir stilkarnir eru klipptir af jurtinni en einungis á að taka hæfilega mikið í einu, þannig að plantan geti endurnýjað sig. 
Graslaukur myndar lítil falleg lillablá æt blóm sem nota má í matargerð, til skrauts t.d í salöt.

Við sáningu eru fræin sett í sáðmold í litla potta innandyra, halda þarf moldinni rakri. Þegar frostaleysir er hægt að setja plöntuna út. Graslaukur þarf töluverða birtu en þola vel kulda.
Hægt er að kaupa tilbúna plöntu og stinga henni niður í beð.

 

Sjá meira um sáningu kryddjurta

Vörunúmer

Vara er ekki til sölu