Karfan er tóm
Premier eru aflangar, dálítið flatar og stórar kartöflur frá Seljavöllum, Hornafirði. Þær eru með ljósgult hýði og gular að innan. Fljótvaxta og mjöllitlar. Mjög góðar bökunarkartöflur.
Kartöfluútsæði þarf að láta spíra áður en það er sett niður. Gott er að láta kartöflur spíra í birtu en ekki í miklum hita, helst 10-15°c. Með því fást stuttar, þykkar og kröftugar spírur. Spírun tekur c.a. 4-6 vikur.
Kartöflur eru yfirleitt settar niður fyrri hlutann í maí og er ráðlagt að setja akrýldúk yfir meðan kalt er.
Skiptiborð: 540 3300
verslun@gardheimar.is
Opið frá kl 10 - 21 fram til jóla
STIHL verslun opin frá kl 8.00-16.00 alla virka daga