Karfan er tóm
Gullauga er algengasta kartöfluútsæðið á Íslandi en þær eru frá Seljavöllum, Hornafirði. Meðalstórar og nokkuð breytilegar að lögun. Með gulhvítt hýði og gular að innan. Bragðgóðar og þurrefnisríkar kartöflur. Í meðallagi snemmvaxnar en nokkuð viðkvæmar fyrir myglu.
Kartöfluútsæði þarf að láta spíra áður en það er sett niður. Gott er að láta kartöflur spíra í birtu en ekki í miklum hita, helst 10-15°c. Með því fást stuttar, þykkar og kröftugar spírur. Spírun tekur c.a. 4-6 vikur.
Kartöflur eru yfirleitt settar niður fyrri hlutann í maí og er ráðlagt að setja akrýldúk yfir meðan kalt er.
Skiptiborð: 540 3300
verslun@gardheimar.is
Opið frá kl 10 - 21 fram til jóla
STIHL verslun opin frá kl 8.00-16.00 alla virka daga