Karfan er tóm
Blautfóður sérstaklega ætlað köttum sem eiga það á hættu að mynda kristalla eða steina í þvagi
Fóðrið er samsett þannig, er varðar steinefnainnihald, að það hvetur köttinn til að drekka. Aukin vatnsdrykkja gerir það að verkum að þvagið verður betur þynnt út og því eru líkurnar orðnar minni á því að mynda kristalla eða steina í þvagi en vandamál í þvagleiðarakerfi er vel þekkt hjá köttum, sérstaklega eftir því sem þeir eldast.
Sömuleiðis hefur magn ákveðinna steinefna, sem í of miklu magni geta haft neikvæð áhrif á heilsu þvagleiðarakerfisins, til dæmis fosfórs (P), verið minnkað og aðlagað þannig að það minnkar líkurnar á neikvæðum áhrifum.
Mikilvægt er að hafa hreint vatn alltaf tiltækt fyrir köttinn þinn og er það óháð stærð eða tegund. Kettir eru alþekktir fyrir hvað þeir eru latir við að drekka vatn og því er mikilvægt að hvetja þá sem mest til að drekka vatn.
Munum að hlýtt er lægra hitastig hjá köttum en hjá flestu fólki, og þá er auk þess enn mikilvægara að passa vel upp á vatnsdrykkjuna þeirra.
Ef vafi leikir á hvort kötturinn þinn sé að drekka nóg af vatni getur verið góður kostur að vera með hluta fóðrunar hans í gegnum blautfóður. Blautfóðrið inniheldur mikið af vatni og því stuðlar fóðrunin að betri og heilbrigðari vatnsbúskap sem minnkar líkurnar á vandamálum í þvagleiðarakerfi.
Bragðgott og höfðar vel til matvöndustu katta.
Fóðrið er fyrst og fremst notað til að koma í veg fyrir myndun kristalla og steina í þvagi. Ef vafi leikur á heilsu kattarins skal ávallt leita til dýralæknis.
Prótein: 9.2% - Fita: 3% - Trefjar: 0.9%
Skiptiborð: 540 3300
verslun@gardheimar.is
Opið frá kl 10 - 19 virka daga og 11 - 19 um helgar.
STIHL verslun opin frá kl 8.00-16.00 alla virka daga