Karfan er tóm
Þurrfóður sérstaklega ætlað fyrir Miniature Schnauzer hvolpa til 10 mánaða aldurs.
Fóðrið stuðlar að heilbrigðu þvagrásarkerfi, þar sem tegundinni hættir til að mynda þvagsteina (strúvít, kalsíum-oxalat og úrat þvagsteina). Hlutfall salts hefur verið lítillega aukið án þess að það hafi neikvæð áhrif á blóðþrýsting. Slíkt gerir það að verkum að vatnsinntaka eykst hjá hundinum, það hjálpar til við að þynna út þvagið sem hefur jákvæð áhrif á nýrna- og þvagrásarkerfi.
Stuðlar að heilbrigðum vexti Schnauzer hvolpa og styrkir ónæmiskerfið þeirra. Á uppvaxtarskeiði er ónæmiskerfi hvolpsins viðkvæmt og inniheldur fóðrið því blöndu andoxunarefna (þ.á.m. E-vítamín) til þess að styðja við ónæmiskerfið og blöndu góðgerlafæðis sem eflir meltingarveginn en heilbrigði meltingarvegar á meðal hvolpa segir mikið til um styrk ónæmiskerfisins.
Aðlagað magn orku, próteina, kalks og fosfórs styður við heilbrigðan vöxt og þyngd Miniature Schnauzer hvolpa, en slíkt hefur áhrif á heilsu hundsins eftir því sem hann eldist.
Styður við heilbrigðan vöxt Schnauzer hvolpa með aðlöguðu fitumagni til þess að takmarka óþarfa þyngdaraukningu og takmarka álag á bris. Ríkt af L-Karnitíni.
Fóðrið er blanda af hágæða auðmeltanlegum próteinum (LIP) og góðgerlafæðu (FOS & MOS) til þess að styðja við heilbrigðrar meltingu og jafnvægi í þarmaflóru.
Stærð, lögun, áferð og innihald fóðurkúlanna sérstaklega hannað fyrir lífsstíl og hegðun Miniature Schnauzer hvolpa.
Prótein: 30% - Trefjar: 1.8% - Fita: 14%.
Stærð: 1,5 kg pokar
Skiptiborð: 540 3300
verslun@gardheimar.is
Opið frá kl 10 - 21 fram til jóla
STIHL verslun opin frá kl 8.00-16.00 alla virka daga