Vefpantanir
Hér má sjá allar upplýsingar um afhendingu pantana. Því miður getum við ekki alltaf tryggt að ákveðin vara sé til þegar netpöntun er tekin saman.
Við notum greiðsluþjónustuna Teya á vefnum okkar.
Sóttar pantanir
Ef um blómaafhendingu er að ræða þá er varan tilbúin á þeim tíma sem valin var í pöntunarformi.
Aðrir viðskiptavinir fá send skilaboð þegar vörurnar þeirra eru tilbúnar til afhendingar. Vinsamlega gefið ykkur fram við starfsmann í anddyri verslunarinnar.
Gera má ráð fyrir að afgreiðsla á sóttum vörum taki 1-3 virka daga.
Heimsendingar
Við keyrum afskorin blóm út alla daga, pantanir þurfa að berast með eins dags fyrirvara. Aðrar vörur sem pantaðar eru með heimsendingu eru keyrðar út 1-2 virkum dögum eftir að pöntunin berst. Sendingin getur verið að hámarki 50 kg.
Haft er samband við viðtakandann áður en sendingin er afhent. Afhending á sér stað á bilinu 14-18 virka daga.
Verð 2.990 kr. greitt við vörukaup.
Pósturinn
Viðskiptavinir geta fengið sendingar sendar með Póstinum. Burðargjald greiðist af viðtakanda, samkvæmt gjaldskrá Póstsins.
Gera má ráð fyrir að afgreiðsla taki 2-5 virka daga.
Flutningabíll
Viðskiptavinir geta fengið sendingar sendar með Landflutningum og/eða Flytjanda. Burðargjald greiðist af viðtakanda, samkvæmt gjaldskrá flutningsaðila.
Ath að fylla þarf út kennitölu viðtakanda þegar þessi leið er valin. Gera má ráð fyrir að afgreiðsla taki 2-5 virka daga.