Puppy GF – Poultry

Price range: 1.980 kr. through 19.180 kr.

Hvolpafóður án korns með mikið af alifuglakjöti.

Fyrir hvolpa frá 3 vikna aldri og til 4 mánaða (stórar/meðalstórar tegundir) eða til 8/9 mánaða aldurs fyrir smærri tegundir.

  • Fyrir hvolpa af miðlungs-stórum tegundum upp að 4 mánaða aldri
  • Fyrir unga hunda af smáum tegundum upp að 8/9 mánaða aldri
  • Fyrir unga hunda með viðkvæmni fyrir korni
  • Pokastærðir: 1kg – 4kg – 12,5kg
SKU: MASTER-BELC-Puppy-GF-Poultry Flokkar: , , , , , , Brand:

Lýsing

Hve lengi á að gefa Puppy GF Poultry? Það fer eftir stærð tegundarinnar!

Smáar hundategundir nota BELCANDO Puppy GF Poultry til allt að 12 mánaða aldurs.

Meðalstórar og stórar hundategundir nota BELCANDO Puppy GF Poultry eingöngu til 3/4 mánaða aldurs og færast þá yfir á JUNIOR fóður.

Hvolpafóður án korns með mikið af alifuglakjöti. Margir ræktendur og hvolpaeigendur kjósa að fóðra með kornlausu hundafóðri. Þess vegna er mikilvægt að velja vel fóðrið strax í upphafi. Ferskt kjúklingakjöt og vandlega valin hráefni stuðla að því að BELCANDO Puppy GF Poultry er auðmelt og auðþolað af ungum óþroskuðum mallakútum. Grænmetissamsetningin er orkuríkt amaranth, baunir og kartöflur sem eru bæði stútfull af næringarefnum og veita góða mettunartilfinningu. Bragðgóð sósa umlykur fóðrið ef það er bleytt upp í volgu vatni og hún hvetur hvolpinn til að byrja að éta fasta fæðu. Þetta gerir fóðrið jafnframt lyktar- og bragðmeira. Notað frá 6-8 vikna aldri. Notkun hvolpafóðurs fer eftir stærð tegundarinnar, smáar hundategundir nota BELCANDO Puppy GF Poultry til allt að 12 mánaða aldurs. Meðalstórar og stórar hundategundir nota BELCANDO Puppy GF Poultry eingöngu til 3/4 mánaða aldurs og færast þá yfir á Junior fóður, til dæmis Junior GF Poultry en það eru aðeins stærri bitar og hefur næringargildi miðað við annað þroskastig. Fyrir hvolpa af mjög stóru kyni (sem verða þyngri en 40 kg sem fullorðnir) mælum við þó alltaf með Junior Maxi.Próteininnihald fóðursins er 29,5 % – sem skiptist í 80% dýraprótein + 20% jurtaprótein:

  • 80% próteinsins í BELCANDO® Puppy GF Poultry er dýraprótein (60% alifugl; 15% fiskur; 5% gelatín/beinamjöl)
  • 20% próteinsins í BELCANDO® Puppy GF Poultry er prótein úr jurtaríkinu

ProVital – styrkir ónæmiskerfi hundsins með frumuhlutum (Beta glucane) unnum úr náttúrulegum sveppum.
ProAgil – eykur brjóskmyndun í liðum og hindrar liðaskaða og liðavandamál með gelatín-kollagen hydrolísati.

BELCANDO Puppy GF Poultry er framleitt án:

  • Kornvara (glúteinfrítt)
  • Soja
  • Mjólkurafurða

Aðrar upplýsingar

Próteingjafi

Fuglakjöt

Korn

Kornlaust