Vitis vinifera ‘Lakemont’ vínberjarunni

7.280 kr.

Meðalstór og dálítið sporöskulaga, frælaus ber sem þakin eru þunnu ljósgrænu hýði. Grængul ber þrúgunnar ‘Lakemont’ myndast frá miðjum september fram í október. Berin eru frískandi ávaxtarík og sæt. ‘Lakemont’ afbrigðið gefur góða og áreiðanlega uppskeru. Það er sveppaþolið og hefur tiltölulega mikinn vöxt.

Á undan ávextinum koma gulgræn, örlítið ilmandi blóm í júní.

Heppilegt er að planta Vitis vinifera ‘Lakemont’ á sólríkan stað. Jarðvegurinn þarf að vera vel framræstur, næringaríkur og söndugur.
 ‘Lakemont’ þrúgan er klifurplanta sem verður u.þ.b 3 – 3,5 m á hæð.

1 til á lager

SKU: HEY43760 Flokkar: , ,