
Verið velkomin á Aðventugleði í Garðheimum helgina 22. – 23. nóvember. Við hefjum aðventu undirbúninginn með krafti og bjóðum uppá skemmtilega stemningu fyrir alla fjölskylduna.
Dagskráin stendur milli kl 13 og 16 laugardag og sunnudag:
- Blómaskreytar Garðheima verða með opið verkstæði í skreytingagerð þar sem hægt er að fylgjast með snillingunum að störfum. Hægt verður að fá góð ráð og einnig hægt að kaupa skreytingarnar beint úr höndunum á þeim.
- Krakkarnir geta tekið þátt í ratleik um verslunina og fá jólaglaðning í verðlaun.
- Á laugardaginn mæta jólasveinar til okkar frá kl 14-15
- Ýmislegt gott í gogginn og skemmtilegar kynningar víða um verslunina
- Möndlumeistarinn verður á svæðinu frá kl 13-16 á sunnudaginn
Verslunin okkar verður komin í sinn sparilegasta jólabúning með fallegum hugmyndum og ævintýrum í hverju horni. Svo verður auðvitað hægt að gera frábær kaup á vörum fyrir aðventuna en við bjóðum góða afslætti þessa helgi.
Hlökkum til að sjá ykkur á Aðventugleðinni!