Skip to main content
search
0

Tegundir vorlauka

Dalíur

  • Forræktaðar inni frá ca. miðjum mars í amk 15 cm potti í pottamold
  • Háls tengir hnýðin saman og hann má standa upp úr mold
  • Vökva vel eftir pottun
  • Góð birta og 12-15°C
  • Þarf að herða plöntur áður en þær eru settar út í júní
  • Til að dalíur geymist milli ára þarf að taka þær inn fyrir frost og þurrka hnýði

Liljur

  • Forræktaðar inni frá apríl í amk. 25 cm djúpum potti í pottamold
  • Lauk er plantað djúpt í pott með örlítla mold ofaná . Svo er bætt í eftir sem plantan vex
  • Vökva vel eftir pottun, en passa að hafa pott ekki rennblautan í ræktun
  • Góð birta og 12-15°C
  • Herða þarf plöntur áður en þær eru settar út. Plantaðar djúpt í beð.
  • Fjölærar í beðum

Ranunculus – Asíusóley

  • Forræktaðar inni frá apríl í 12-15 cm potti ca. 3 í potti
  • Hnýðin líta út eins og klær og þær snúa niður
  • Plantaðar grunnt í pottamold með góðu frárennsli, passa að ofvökva ekki
  • Góð birta og 12-15°C
  • Herða plöntur áður en þær eru settar út í júní
  • Einærar hér á landi

Anemónur – Maríusóley

  • Hnýði lögð í bleyti umþb. 20 mín. og sett beint út í garð þegar frost fer úr jörðu
  • Oft er erfitt að sjá hvernig hnýði eiga að snúa, og þá er gott að hafa þau upp á rönd

Paeonia – Bóndarós

  • Forræktaðar innandyra í góðri birtu við 12-15°C
  • Settar í 20 cm pott, með pottamold
  • Plantaðar út í júní, á sólríkan skjólgóðan og þá helst á varanlegan stað
  • Fjölær

Hosta – Blábrúska

  • Forræktaðar innandyra í góðri birtu og við 12-15°C
  • Í pottamold í 15 cm pott
  • Plantaðar út í júní í velræstan næringarríkan jarðveg. Vill skugga eða hálfskugga
  • Fjölær

Gladíólur-jómfrúlilja

  • Forræktaðar inni frá apríl/maí við 12-15°C
  • Settar grunnt ca 6cm, 5 saman í 25-30 cm pott með vikri í botn til að tryggja gott frárennsli
  • Þola illa kulda og þurfa góðan stuðning
  • Einær

Begóníur-Skrúðbegóníur

  • Forræktaðar innandyra á hlýjum og sólrríkum stað
  • Hnýði eru með skál í miðju og snýr hún upp. Sett í 15cm pott í pottamold
  • Vökva reglulega með áburði og volgu vatni
  • Hægt er að setja begóníur út í sumar en þola illa kulda undir 10°C
  • Hægt er að þurrka hnýði og geyma fram á næsta vor
Close Menu