
Vistvænn skordýraeyðir
Margar plöntur hafa myndað með sér skordýraeiði sem hægt er að nota sem vistvænni kost en hefðbundinn skordýraeyði. Þeir henta oft matvörum betur og eru tiltölulega skaðlausir mönnum og öðrum spendýrum. Þeir eru hins vegar oft ekki jafn fljótvirkir og hefðbundinn skordýraeyðir og suma þarf að nota oftar. Þeir vistvænu skordýraeyðar sem fást hjá Garðheimum eru;
NeemAzal
NeemAzal er olía unnin úr fræjum Neem trésins. Tréið myndar efni sem er sótthreinsandi og virkar sem skordýrabani. Neem olían er einnig notuð í snyrti – og ilmvörur. Hún getur hinsvegar verið eitruð ef innbyrt í stórum skömmtum. Því ætti að halda NeemAzal fjarri börnum og dýrum, og nota sparlega.
Neem olían raskar hormónastarfsemi skordýra og áttfætla þannig þær geta ekki hamskipti.
NeemAzal er blandað við vatn (10 ml í 3,5 lítra af vatni) og úðað yfir plöntuna. Mikilvægt er að ná undir laufblöð og á mót laufblaða og greina.
Ef sýkingin er sérlega slæm, eða plantan er með slíður eða önnur fylgsni þar sem meindýr geta falið sig er hægt að blanda veikari lausn í bala og dýfa plöntunni í nokkrar mínútur.
Lirfur deyja strax en fæðnunám stöðvast á fullorðnum dýrum og það fækkar jafnt og þétt í stofninum. Það tekur um 7-10 daga fyrir heildaráhrifin að koma fram. NeemAzal hefur ekki áhrif á egg meindýra og því þarf að eitra aftur ef og þegar þau klekjast út.
Hægt er að bæta við smá spritti við NeemAzal blönduna sem drepur meindýr strax. Ef það er gert er gott að skola plöntuna nokkrum dögum síðar svo sprittið sitji ekki á plöntunni of lengi.
Insektfri
Insektfri er vistsvænn skordýraeyðir unnin úr krýsisblómum. Efnið lamar og drepur þau meindýr sem það kemst í tæri við á skömmum tíma. Það brotnar einnig niður á örfáum dögum. Það hentar því vel matjurtum og rósum. Insektfri er hægt að nota utandyra og í gróðurhúsum. Efnið verður að komast í tæri við meindýrið til þess að skaða það og það endist ekki lengi á yfirborði plöntunnar. Því er mikilvægt að úða vel yfir og bleyta yfirborð plöntunnar. Ef sýkingin er sérlega slæm, eða plantan er með slíður eða önnur fylgsni þar sem meindýr geta falið sig er hægt að blanda veikari lausn í bala og dýfa plöntunni í nokkrar mínútur. Ef úðað er utandyra verður að vera þurrt í einhvern tíma eftir á. Insektfri hefur ekki áhrif á egg meindrýa og því þarf að eitra aftur ef og þegar þau klekjast út. Insektfri fæst bæði sem tilbúinn blanda og sem þykkni sem blandast í vatn (20 ml í 2-3 lítra af köldu vatni). Efnið ber að nota sparlega og með varúð.