Skip to main content
search
0

Skordýralyf

Skordýralyf

Hefðbundinn skordýraeyðir

Skordýraeyðir er efni sem virkar sérlega vel gegn skordýrum og áttfætlum. Efnið er oft einnig skaðlegt mannfólki og ætti því að vera notað sparlega og með varúð. Skordýraeyðir er oft fljótvirkur og ekki er þörf á að endurtaka jafn oft og með náttúrulegri varnir. Skordýraeitur sem fæst hjá okkur er m.a.:

Húsa – og garðaúði

Húsa – og garðaúði er notaður sem almennt skordýraeitur. Hægt er að nota hann á plöntur með því að úða beint á þær í a.m.k. 60 cm fjarlægð. Úðinn drepur á um 30 mín. þau meindýr sem eru næm. Mikilvægt er að ná undir laufblöð og á mót laufblaða og greina. Það má nota úðann innandyra en hann hentar ekki matjurtum.
Húsráð sem er oft notað gegn fleygum meindýrum eða skæðum sýkingum er að setja plöntuna í poka og úða vel yfir hana í honum. Halda síðan pokanum lokuðum í um 2 tíma til þess að láta efnið virka.
Húsa – og garðaúði virkar ekki á egg meindýra og því þarf að fylgjast með og halda plöntunni í einangrun. Ef egg voru í jarðvegi þarf að eitra aftur þegar þau klekjast.

Permasect

Permasect er breiðvirkur skordýraeyðir sem notaður er í landbúnaði og garðyrkju. Hann skal bara nota utandyra. Ef hann er notaður á pottaplöntu ætti hún að vera geymd í einhvern tíma þar sem fólk er ekki. Permasect er blandað við vatn (4ml. í 10 lítra af vatni) og úðað yfir plöntuna, bæði á efra og neðra borð. Permasect virkar ekki á egg meindýra og því þarf að fylgjast með og halda plöntunni í einangrun. Ef egg voru í jarðvegi þarf að eitra aftur þegar þau klekjast.
Permasect ber að nota sparlega og með varúð.

Close Menu