
Þau sumarblóm sem sáð er fyrir í mars eru:
- Bláhnoða Ageratum houstonianum, sáð í mars,spírará 10-14 dögum
- Blákragafífill Brachycome iberidifolia, sáð í mars,apríl,spírar á 8-12 dögum
- Skrautkál Brassica oleracea var.acephala, sáð í mars,spírar á 6-8 dögum
- Morgunfrú (Gullfífill) Calendula officinalis, sáð í mars,apríl,spírar á 7-14 dögum
- Garðakornblóm Centaurea cyanus, sáð í mars,apríl,spírar á 14-20 dögum
- Brúðarstjarna Cosmos bipnnatus, sáð í mars,spírar á 8-14 dögum
- Dalía Glitfífill Dahlia x hortensis, sáð í mars,apríl,spírar á 7-14 dögum (hnýðisplanta)
- Hádegisblóm Dorotheanthus bellidiformis, sáð í mars,spírar á 14-20 dögum
- Slönguhöfuð Echium plantagineum, sáð í mars,spírar á 12-14 dögum
- Sólblóm Helianthus annuus, sáð í mars,spírar á 7-14 dögum
- Eilífðarfífill (Eilífðargull) Helichrysum bracteatum, sáð í mars,apríl,spírar á 10-20 dögum
- Sveipkragi Iberis umbellata, sáð í mars,apríl,spírar á 14 dögum
- Aftanroðablóm Lavatera trimestris, sáð í mars,apríl,spírar á 7-14 dögum
- Daggarbrá Leucanthemum paludosum, sáð í mars, pírar á 10-14 dögum
- Fétoppur Limonium sinuatum, sáð í mars,apríl, spírar á 7-14 dögum
- Þorskagin (Þorskamunnur)Linaria maroccana-blendingar, sáð í mars apríl,spírar á 10-14 dög.
- Skrautnál Lobularia maritima var. maritima, sáð í mars,apríl,spírar á 8-14 dögum
- Skógarmalva Malva sylvestris, sáð í mars,spírar á 10-14 dögum
- Ilmskúfur Matthiola incana, sáð í mars,spírar á 7-14 dögum
- Logatrúður (Apablóm) Mimulus cupreus, sáð í mars,spírar á 7-14 dögum
- Tígurblóm Mimulus luteus, sáð í mars,spírar á 7-14 dögum
- Fiðrildablóm Nemesia strumosa, sáð í mars,spírar á 14-20 dögum
- Bláfiðrildablóm Nemesia versicolor, sáð í mars,spírar á 14-20 dögum
- Skrautfrú Nigella damascena, sáð í mars,apríl,spírar á 14-20 dögum
- Blábauga Nolana paradoxa, sáð í mars,spírar á 14-20 dögum
- Sumarljómi Phlox drummondii, sáð í mars,spírar á 7-14 dögum
- Álfabikar Salpiglossis sinuata, sáð í mars,apríl,spírar á 10-14 dögum
- Paradísarblóm Schizanthus x wisetonensis, sáð í mars,apríl,spírar á 14-20 dögum
- Klæðisblóm Tagetes erecta, sáð í mars, apríl, pírar á 7-14 dögum
- Flauelsblóm Tagetes patula, sáð í mars,apríl,spírar á 7-14 dögum
- Dúkablóm Tagetes tenuifolia, sáð í mars,apríl,spírar á 7-14 dögum
- Rjúpurunni Tanacetum ptarmiciflorum, sáð í mars,apríl,spírar á 10-14 dögum
- Skjaldflétta Tropaeolum majus, sáð í mars,apríl,spírar á 14-20 dögum
- Garðajárnurt Verbena x hybrida, sáð í mars,spírar á 20-30 dögum
Að sáningu lokinni
Þegar sáningu er lokið þarf að úða vel yfir og setja merkipinna með plöntuheitinu og dagsetningu sáningar í bakkann. Látið síðan dagblað eða plastskerm yfir til að halda jöfnum hita.
Ef vart verður við myglusveppi eftir sáningu stafar hann yfirleitt af ofvökvun. Eitt ráð til að fyrirbyggja myglusvepp er að strá örlitlu kaneldufti yfir sáninguna. Þetta hefur dugað furðu vel. Gætið þess vel að ofvökva aldrei. Meðalhófið er best í vökvunni sem öðru. Nú verður að nota biðlundina meðan beðið er eftir spíruninni og spennan vex með hverjum deginum.
Með kveðju
Magnús Jónasson
Skrúðgarðyrkjufræðingur