Skip to main content
search
0

Pottaplöntur í skammdeginu

Pottaplöntur í skammdeginu

Mest krefjandi verkefni íslenska pottaplönturæktandans er skammdegið. Fáir klukkutímar af birtu á hverjum degi gefa plöntum litla orku til að vinna úr og þá verða þær viðkvæm fyrir allskonar vandamálum. Aukin kynding innandyra gerir loftið þurrt og hitastig í gluggakistum getur orðið of lágt.

Ekki gefa næringu
Mikilvægt er að gefa enga næringu með vökvun yfir skammdegið þar sem plantan mun ekki geta nýtt sér það.

Plöntur má færa til innanhúss

Hægt er að bregðast við minna sólarljósi með því að færa plöntur á bjartari stað. Björtustu staðirnir, sem væru óæskilegir um mitt sumar, geta hentað vel fyrir plöntur yfir dimmasta skammdegið. Einnig er hægt að kaupa vaxtarperu með litrófi ætluðu plöntum.

Raki er nauðsynlegur
Lægra rakastig getur valdið því að plönturnar þorna fyrr og blöð þorna. Gott er að úða oftar yfir vetur en ella, eða fjárfesta í rakatæki eða rakabakka (bakki undir plöntunni með steinum eða vikri þar sem vatn getur staðið).
Hitastig í gluggakistum getur einnig orðið of lágt fyrir sumar plöntur, gott að athuga hitastigið og færa þær á annan stað.

 

Close Menu