Skip to main content
search
0

Plöntur sem þurfa mikla vökvun

Hvaða plöntur þurfa mikla vökvun

Einstaka plöntur þola litla sem enga þornun. Að sumu leyti eru þessar plöntur auðveldar þar sem erfitt er að ofvökva þær (nema þær bókstaflega standi í vatni). Huga þarf sérstaklega að þeim á mjög sólríkum dögum eða ef farið er í burtu í einhvern tíma. Dæmi um slíkar plöntur eru:

  • Friðarlilja
  • Burknar
  • Aspas
  • Sumir kærleiksviðir (philodendron)
  • Heimilisfriður
  • Brómelíur
  • Gardeníur
  • Ýmsar hitabeltistegundir

Hægt er að koma í veg fyrir þorrnun með því að setja þessar tegundir í sjálfsvökvandi pott eða nota vökvunarstauk 

Close Menu