
Plöntur sem þola vel að vera í skugga
Sumar plöntur þola litla birtu mjög vel. Þetta eru oft skógarbotnsplöntur vanar skugga. Oft helst hönd í hönd að þær plöntur sem þola skugga vel þola þurrk illa og vilja einnig háan loftraka, en það eru til undantekningar við þeirri reglu. Dæmi um skuggþolnar plöntur eru:
- Burkna
- Calatheur
- Flauelsfjöður
- Aspas
- Bænablóm
- Friðarlilja
- Mánagull
- Sjómannsgleði*
- Maríulauf*
- Veðhlaupari*
- Sómakólfur*
- Indíánafjöður og indíánahöfðingi*
*þurfa ekki mikla vökvun en þola skugga vel