
Plöntur sem þola þurrk vel
Sumar plöntur þola vel að vera vökvaðar sjaldan. Þessar plöntur henta vel þeim sem eiga það til að gleyma að vökva, fara oft burt og á hlýja og þurra staði. Þessar plöntur vilja jarðveg og pott með góðu dreni. Dæmi um slíkar plöntur eru:
- Kaktusar
- Mjólkurjurtir
- Sómakólfur
- Indíanafjöður og indíanahöfðingi
- Þykkblöðungar
- Maríulauf
- Sjómannsgleði
- Pálmalilja, jukka
- Drekatré
- Hjartband
- Perluband