
Plöntur sem henta fyrir skrifstofur
Plöntur í skrifstofu þurfa oft að þola litla birtu (eða birtu frá flúorljósum), lágt rakastig og að það komi tímabil þar sem vökvun er lítil. Sem betur fer eru til fallegar og auðveldar plöntur sem þola þessar aðstæður vel og eru því upplagðar í skrifstofur. Má nefna:
- Mánagull
- Mánageisli
- Indíánafjöður og indíánahöfðingi
- Sómakólfur
- Veðhlaupari
- Drekatré
- Pálmalilja, jukka
- Sjómannsgleði
- Maríulauf
- Gúmmífíkja
Þessar plöntur eru auk þess allar lofthreinsandi.