
Plöntur sem eru eitraðar
Margar plöntur eru eitraðar ef innbyrtar. Oft þýðir þetta ógleði og uppköst en geta valdið alvarlegum verkunum í stórum skömmtum. Einnig getur safi sumra plantna valdið útbrotum ef hann kemst í snertingu við húð. Ekki þarf að óttast þessar plöntur svo lengi sem viðeigandi ráðstafanir eru gerðar, hanskar notaðir við umpottun og þær hafðar þar sem börn komast ekki í þau. Ef einhver hluti er innbyrtur er hægt að hafa samband við Eitrunardeild Landspítalans.
https://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/eitrunarmidstod/
Best er að kynna sér alltaf plöntu áður en farið er með hana heim til að vita hvort hún sé eitruð. Hægt er að finna uppflettilista yfir eitraðar plöntur hér:
https://ucanr.edu/sites/poisonous_safe_plants/Toxic_Plants_by_Scientific_Name_685/
Meðal algengra stofuplantna sem eru eitraðar mönnum eru:
- Nería
- mjókurjurtir (t.d. jólastjarna)
- köllubróðir
- rifblaðka (monstera)
- jasmína