
Litríkar trjáplöntur
Runnar og tré með litríku laufi setja mikinn svip á garðinn og margar hverjar eru sannkallaðar stássplöntur. Þar sem þær geta orðið ansi umfangsmiklar er enn mikilvægara að vanda vel staðsetningu og huga vel að litasamspili við tegundir í kring til þess að þær njóti sín sem best. Gott er að huga að blómlit þeirra plantna sem vaxa í kring, plöntur með hvítum og gulum blómum fara t.d. mjög vel með runnum með rauðleitu laufi.
Hér er listi yfir nokkrar fallegar tegundir, flokkaður eftir lauflit.
Blágrænt eða grágrænt lauf:
- Einitegundir t.d. Blue Star og Blue Carpet
- blágreni
- rauðblaðarós
- hafþyrnir
- silfurblað ‘Skíma’
Rauðbrúnt – purpurarautt lauf:
- Purpurabroddur
- blóðbeyki
- japanshlynur ‘Atropurpurea’
- virginíuheggur ‘Canada Red’
- garðakvistill ‘Diabolo’
Hvítmynstrað lauf:
Gulgrænt lauf:
- garðakvistill ‘Aurea’
- japanskvistur ‘Gold Flame’ (lauf skiptir lit frá rauðu yfir í gulgrænt)
- ýviður ‘Summergold’
Rannveig Guðleifsdóttir