Skip to main content
search
0

Hversu oft á að vökva

Hversu oft á að vökva

Enga fasta reglu er hægt að setja um vökvun. Hún fer eftir plöntunni, hita- og rakastigi í herbergi, birtu og árstíð. Gott er að kynna sér plöntuna til að vita hversu mikinn raka hún þarf. Sumar plöntur verða að þorna vel á milli, sumar vilja aðeins að efsta lag jarðvegarins þorni og sumar þola litla sem enga þornun.
Til að vita hvort kominn sé tími til að vökva er best að skoða jarðveginn. Gott er að stinga putta í moldina og athuga rakastigið. Ef hún er þurr c. 3 cm ofan er kominn tími til að vökva flestar plöntur. Best er þó að nota rakamæli.

Einnig þarf að passa að vatnsþörfin fer eftir árstíma.

Vetrarvökvun

Á veturna þarf að draga úr vökvun. Í skammdeginu þurfa plöntur mikið minna vatn. Ef vökvað er jafn oft og mikið og yfir sumar mun umfram vatnið sitja eftir í pottinum. Það getur valdið rótarfúa og svarðmýi (litlu svörtu flugurnar).
Fylgjast vel með plöntunum á sólríkum dögum yfir sumartímann. Á björtum stað getur planta þornað hratt á blíðviðrisdögum.

Close Menu