Skip to main content
search
0

Hvernig pott á að nota

Hvernig pott á að nota

Allar plöntur þurfa dren. Ef dren er ekki til staðar munu ræturnar standa í vatni og geta þá fúnað. Algengast hér á landi er að vera með plönturnar í plastundirpotti ofan í hlífðarpotti utan um það. Þannig getur vatnið lekið úr undirpottinum. Mikilvægt er að hlífðarpotturinn sé a.m.k. cm stærri en undirpotturinn þannig loft geti leikið um hann.
Einnig er hægt að setja plöntur beint í pott með gati og hafa síðan undirskál.
Dæmi um þannig potta eru leirpottar. Leirpottarnir eru ekki vatnsheldir eins og plastið er og hafa því meiri áhrif á plöntuna. Kostur við leirpottana er þeir anda og geta því hentað vel fyrir plöntur með viðkvæmt rótarkerfi. Leirpottar munu hins vegar draga í sig vökva og því þorna plöntur fyrr í þeim. Þeir henta því mjög vel fyrir kaktusa og þykkblöðunga eða fyrir þá sem duglegir eru að vökva.
Ef potturinn býður ekki upp á dren né að plastpottur sé hafður í honum er hægt að setja gott lag af vikri í botninn. Þá getur vatnið lekið niður í það lag og situr ekki á rótunum.

Close Menu