
Hvernig er best að vökva
Algengasta dánarorsök pottaplanta er röng vökvun þ.e. annað hvort of mikil eða of lítil. Íslenskt kranavatn hentar flestum pottaplöntum, það er sérlega kalksnautt og hentar því fleiri pottaplöntum en kranavatn í flestum öðrum löndum. Mikilvægt er að nota ekki of kalt vatn en gott er að láta vatnið standa yfir nótt áður en vökvað er.
Þrjár leiðir til að vökva
Vökva í moldina
- Nota vatnskönnu með mjóum stút til að stýra vatnsmagni
- Passa að vökva ekki of mikið
- Hella burt því vatni sem stendur eftir í undirskál eða yfirpotti eftir klukkutíma
Vökva að neðan
- Auðvelt að tryggja að jarðvegurinn blotni í gegn
- Ólíklegra að maður ofvökvi
- Hella burt því vatni sem stendur eftir í undirskál eða yfirpotti eftir klukkutíma
- Hægt að bregðast við svarðmýi (litlu svörtu flugunum) og sveppum (hvítri skán í jarðvegi) með því að vökva að neðan.
- Einstaka plöntur (t.d. pálíur og heimilisfriður) þola illa að vatn lendi á blöðum og þurfa því að vera vökvaðar að neðan
Dýfa plöntunni
- Sú aðferð sem tryggir best að jarðvegurinn blotni alveg í gegn en maður ofvökvi þó ekki
- Potturinn tekinn og dýft í fötu af vatni.
- Jarðvegurinn er blautur í gegn þegar loftbólur hætta að stíga til lofts
- Potturinn þarf síðan að standa þangað til umfram vatnið hefur runnið burt