Skip to main content
search
0

Forræktun lauka og hnýðis – leiðbeiningar

Forrætkun lauka og hnýðis

Skref fyrir skref

  • Laukarnir eru settir í rúmgóðan pott með næringarríkri mold, um miðjan mars og fram í maí, fer eftir tegund. Því stærri sem þessar rætur eru, því fyrr þarf að setja þær niður. Bestur árangur næst með því að láta plöntuna standa í sama pottinum allan vaxtartímann
  • Halda skal moldinni rakri allan vaxtartímann en gæta vel að frárennsli í pottinum því laukar og hnýði fúna standi þau í blautum jarðvegi
  • Séu hnýðin mjög hörð þá er gott að mýkja þau í vatni í 2 til 3 klukkustundir áður en þau eru sett í mold
  • Setjið laukana u.þ.b tvisvar sinnum lengd þeirra ofaní moldina. Yfirborð hnýðisins má standa upp úr moldinni
  • Þjappið moldinni lauslega yfir
  • Setjið pottinn á bjartan stað, við ca 15°C
  • Gott er að gefa áburð þegar vöxturinn er kominn vel af stað og plantan hefur náð um 10 cm á hæð
  • Seinni hluta maí eða í byrjun júní er kominn tími til að herða jurtirnar með því að setja pottinn út á svalir eða tröppur í 2 til 3 klukkutíma á dag. Útiverutíminn er svo lengdur smám saman þar til hætta á næturfrosti er liðin hjá. Eftir það er óhætt að hafa plönturnar úti allan sólarhringinn
Close Menu