Skip to main content
search
0

Forræktun lauka og hnýðis

Hér er hægt að fræðast um forræktun lauka, hnýðis og forðaróta
– skref fyrir skref

1. Forræktun

  • Setjið laukinn/ hnýðið í rúmgóðan pott með pottamold
  • Nauðsynlegt er að hafa gott frárennsli í pottinum

 

  • Forræktun fer eftir tegund, frá mars til maí
  • Setjið pottinn á bjartan stað, hitastig ca 15°C
  • Notið sama pott fram að útplöntun

 

  • Efsti partur hnýðisins má standa upp úr moldinni
  • Setjið niður sem nemur tvisvar til þrisvar sinnum þykkt hnýðisins
    eða lauksins, þjappið moldinni lauslega í kring
  • Haldið moldinni rakri
  • Þegar blöð fara að myndast færið þá á svalari stað, áfram á að vera bjart
  • Þegar plantan hefur náð ca 10 cm hæð, gefið þá væga áburðarblöndu

2. Herðing

  • Gott er að herða plönturnar áður en þær eru settar út í beð.
    Það er gert með því að setja þær út á daginn og taka inn að kvöldi
  • Lengið í útiverunni eftir því sem hlýnar úti. Þegar frostlaust er þá
    má setja plöntuna út í beð

3. Útiplöntun

  • Veljið skjólgóðan og bjartan stað
  • Hægt er að þurrka mörg hnýði td Begoniur og Dalíur og geyma fram á næsta vor á dimmum, þurrum og frostlausum stað
   
   
Close Menu