Skip to main content
search
6

Meindýr – HÚSRÁÐ

Meindýr – HÚSRÁÐ

Spunamaur

Spunamaur er áttfætla. Hann er agnarsmáar og sést varla með berum augum. Þeir fjölga sér ógnarhratt, en geta farið frá eggi að kynþroska á örfáum dögum og verpt gríðarlegu magni. Spunamaurinn sýgur safann úr laufblöðum og blómknúppum.

Þó erfitt sé að sjá spunamítilinn sjálfan sést vefurinn sem hann spinnur yfir plöntuna berum augum. Mörgum bregður þegar þeir finna vef á plöntunni sinni, en það getur margt annað en spunamaur valdið honum. Því er gott að skoða plöntuna sjálfa vel áður en gripið er til aðgerða. Vefurinn sem spunamaurinn spinnur er fíngerður og þéttur. Hann fer á milli stilka og laufblaða en einnig yfir laufblöðin sjálf. Stundum er hægt að sjá spunamaurinn sjálfan sem litlar rauðappelsínugular doppur á vefinum. Það sést einnig vel skaði á plöntunni sjálfri. Spunamaurinn bítur og sígur laufblöðin en það skilur eftir lítil hvít eða gul sár. Laufblaðið er á endanum allsett þessum örum og virðist þá matt eða með grárri slikju yfir. Á endanum gulna blöðin, oft frá blaðstilki upp.

Eins og með allar værur er fyrsta skref að einangra plöntuna og skoða allar aðrar vel fyrir sýkingu. Ef sýking er mjög langt komið þarf einnig að spyrja sig hvort best sé að fleygja plöntunni.
Gott er að byrja á safna vefnum og vonandi með því fjarlægja sem flesta maura. Ef sýkingin er nýbyrjuð getur verið gott fyrsta ráð að fara með plöntuna í sturtu og skola vel af henni með eins sterkri bunu og plantan þolir. 47° bað aðferðina eða sítrónudropa og uppþvottalögur. Eftir það er hægt að nota náttúrulegan skordýraeyði svo sem InsektriFri eða NeemAzal. Einnig er hægt að nota skordýraeitur eins og Húsa- og garðaúða. Hægt er að lesa nánar um þessar aðferðir og efni að neðan.
Ef plantan er með slíður eða einhver fylgsni þar sem lúsin getur falið sig án þess að hægt sé að ná í hana getur verið mjög erfitt að uppræta sýkinguna.

Kögurvængjur

Kögurvængjur eru lítil fleyg skordýr. Hver er um 22 mm. að lengd en þær sjást helst þegar þær fljúga um. Þær sjúga safann úr laufblöðum og blómknúppum. Laufblöðin verða grásilfruð, flekkótt og detta að lokum af plöntunni. Plantan sjálf verður ljós, fær ör og verður undin. Einnig geta komið svartar doppur á laufblöðin. Vængjurnar sjálfar eru oftast undir laufblöðunum.
Fyrsta skref er að einangra plöntuna strax. Kögurvængjur eru fleygar, plantan þarf því að fara í sér rými.
Ef sýkingin er mjög skæð gæti það sniðugasta í stöðunni verið að fleygja plöntunni.
Þar sem þær eru fleygar þarf að skoða allar aðrar plöntur vel þar sem þær eru fljótar að breiða sér út.
Gegn kögurvængjum er gott að nota límgildrur til þess að ná sem flestum fullorðnum dýrum, þar sem að ekki allar eru á plöntunni sjálfri.
Síðan er hægt að nota náttúrulegan skordýraeyði svo sem InsektriFri eða NeemAzal, eða húsráð eins og 47° bað aðferðina eða sítrónudropa og uppþvottalögur. Einnig er hægt að nota skordýraeitur eins og Húsa- og garðaúða. Hægt er að lesa nánar um þessar aðferðir og efni að neðan.

Skjaldlús

Skjaldlús er flatt skjaldlaga skordýr. Hún sést á blaði sem dökk- eða ljósbrún skel og getur verið erfitt að sjá að um skordýr sé að ræða ef maður þekkir hana ekki. Skjaldlúsin raðar sér eftir stilkum og æðum. Því er hægt að finna hana á æðum laufblaðs og á öllum mótum; þar sem laufblað mætir stilki, stilkur grein og grein boli. Hún heldur sig einnig undir laufblöðum.
Stundum getur verið erfitt að vera viss um að skella sé skjaldús eða ör á plöntunni. Ef hægt er að kroppa skelluna léttilega af, hún fer af í einu (eða klessist), og skilur ekki eftir sig opið sár, er hún skjaldlús.
Ef sýkingin er mjög væg er hægt að byrja á að týna skjaldlúsina af. Hún klessist og nuddast af mjög léttilega.

Gott er að byrja á því að taka lítinn pensil eða eyrnapinna og dýfa í spritt. Með honum strýkur maður síðan yfir lúsina þar sem hún leynist. Sprittið leysir upp skelina á lúsinni og drepur hana. Ef sýkingin er væg er oft nóg að taka nokkrar umferðir af sprittpenslun, svo lengi sem maður fylgist vel með á milli og eftir. Ef sýkingin er skæðari en það er hægt að nota náttúrulegan skordýraeyði svo sem InsektriFri eða NeemAzal, eða húsráð eins og 47° bað aðferðina eða sítrónudropa og uppþvottalögur. Einnig er hægt að nota skordýraeitur eins og Húsa- og garðaúða. Hægt er að lesa nánar um þessar aðferðir og efni hér á eftir.
Ef plantan er með slíður eða einhver fylgsni þar sem lúsin getur falið sig án þess að hægt sé að ná í hana getur verið mjög erfitt að uppræta sýkinguna.

Ullarlús

Ullarlús er hvítt eða silfrað skordýr. Sjálft skordýrið er grásilfrað og sést vel berum augum þegar það er fullvaxið. Hún skilur einnig eftir sig hvíta hnoðra en það eru oftast þeir sem fólk verður fyrst vart við. Hnoðrarnir líkjast helst bómull en eru klístraðir eins og kandífloss ef þeir eru snertir. Ullarlúsin raðar sér eftir stilkum og æðum. Því er hægt að finna hana, og hnoðra hennar, á æðum laufblaðs og á öllum mótum; þar sem laufblað mætir stilki, stilkur grein og grein boli. Hún heldur sig einnig undir laufblöðum. Ullarlúsin getur valdið úrvexti, eða annarskonar undarlegum vexti, hjá plöntunni. Fylgjast þarf vel með plöntu sem hefur eitt sinn fengið ullarlús, þar sem hún getur oft leynt sér eftir að maður heldur að búið sé að uppræta hana.
Ef sýkingin er mjög skæð, og plantan alsett lúsinni, þarf að spyrja sig hvort betra sé einfaldlega fleygja henni. Þumalputtaregla fyrir ullarlúsina er að ef hún virðist hvít úr einhverri fjarlægð þá er sýkingin líklegast of langt farin til að mikið sé hægt að gera.
Gott er að byrja á því að taka lítinn pensil eða eyrnapinna og dýfa í spritt. Með honum strýkur maður síðan yfir lúsina þar sem hún leynist. Sprittið leysir upp skelina á lúsinni og drepur hana. Ef sýkingin er væg er oft nóg að taka nokkrar umferðir af sprittpenslun, svo lengi sem maður fylgist vel með á milli og eftir. Ef sýkingin er skæðari en það er hægt að nota náttúrulegan skordýraeyði svo sem InsektriFri eða NeemAzal, eða húsráð eins og 47° bað aðferðina eða sítrónudropa og uppþvottalögur. Einnig er hægt að nota skordýraeitur eins og Húsa- og garðaúða. Hægt er að lesa nánar um þessar aðferðir og efni hér á eftir.
Ef plantan er með slíður eða einhver fylgsni þar sem lúsin getur falið sig án þess að hægt sé að ná í hana getur verið mjög erfitt að uppræta sýkinguna.

Blaðlús

Blaðlús er lítið og grænt skordýr. Þær sjást oft í stórum klösum þar sem þær virðast yfirþyrma plöntuna. Þar sem hún er græn nær hún hins vegar oft að falla inn í bakgrunninn. Blaðlúsin fjölgar sér ógnarhratt og getur meyfætt og því getur sýking breitt sér út á svipstundu. Hún sést á vaxtarbroddum plöntunnar, æðum og blómknúppum. Það sjást líka skemmdir á plöntunni sjálfri en blöðin verpast oft og krumpast. Góðu fréttirnar eru þær að auðveldara er að losa sig við blaðlús en önnur skordýr. Oft er nóg að fara með plöntuna í sturtu og skola vel af henni með eins sterkri bunu og plantan þolir.
Gott er að einangra sýktu plöntuna um leið (og skoða allar aðrar) og endurtaka sturtu nokkrum sinnum. Ef það nægir ekki til að uppræta sýkinguna er hægt að nota náttúrulegan skordýraeyði svo sem InsektriFri eða NeemAzal, eða húsráð eins og 47° bað aðferðina eða sítrónudropa og uppþvottalögur. Einnig er hægt að nota skordýraeitur eins og Húsa- og garðaúða. Hægt er að lesa nánar um þessar aðferðir og efni að neðan.

 

Svarðmý, rakamý, litlar svartar flugur

Litlu svörtu flugurnar eru svarðmý. Þær gera pottaplöntum lítinn skaða en geta gert eigendur þeirra gráhærða. Svarðmý er oftast vísbending um ofvökvun, eða að einhvers staðar standi vatn. Flugan þarf standandi vatn til að verpa. Ef of mikið er vökvað stendur bleyta eftir í plöntunni þar sem eggin og lirfan getur lifað. Fyrsta skrefið er því að draga úr vökvun. Einnig getur hjálpað að vökva að neðan. Fylgist vel með mold til þess að vera viss um að vökva aldrei þegar moldin er enn blaut. Límgildrur henta vel til að góma fullorðnu flugurnar. Límborða er hægt að hengja við plöntur og vaska eða stinga í moldina.
Gamalt húsráð er að strá þunnu lagi af kanil yfir moldarlagið eða setja sandlag, svo lirfan komist ekki upp.
Einnig er hægt að eitra, þá með Húsa- og garðaúða eða öðru eitri, en það er alls ekki nauðsynlegt við þessari vá.

Close Menu