
Plöntur sem eru lofthreinsandi
Allar ljóstillífandi plöntur munu stuðla að hærra súrefnismagni í lofti og draga úr koltvíoxíði. Þar að auki hreinsa sumar plöntur upp önnur óæskileg efni úr lofti, svo sem formaldehýð og bensól. Lofthreinsandi plöntur eru til dæmis:
- Indíánafjöður og indíánahöfðingi
- Sómakólfur
- Friðjarlilja
- Mánagull
- Drekatré
- Veðhlaupari
- Gúmmífíkja
- Sverðburkni