Lýsing
Garðheimar mæla stærð jólatrjáa skv. viðurkenndri aðferð í Evrópu. Grein úr efsta kransi er lögð að stofni trésins og toppur þeirrar greinar telst efsti punktur. Þá eru oft eftir um 20 cm alla leið upp í topp trésins. Margir íslenskir söluaðilar mæla alla leið upp að topp trésins sem skekkir samanburð.
- Leiðbeiningar varðandi lifandi jólatré innandyra:
- Mikilvægast er að tréið þorni ekki.
- Gott er að taka það inn láta það þiðna (ef það stóð úti í frosti). Jafnvel setja það í sturtuna og skola af því.
- Þegar það hefur náð herbergishita getur verið gott að skera af 2 cm neðst. (hægt að biðja starfsmenn Garðheima um að gera það þegar tréð er keypt)
- Gott er að vökva með heitu vatni í fyrstu vökvun og síðan með köldu (þó ekki ísköldu).
- Tréð þarf að standa í vatni og getur drukkið mikið hvern dag. Drykkjarþörf fer eftir stærð trésins, tegund og hitastigi í stofu, en gott er að fylla á tréð daglega.







