
Bætiefni í mold
Hægt er að bæta dren og rakadrægni með því að blanda moldina með
bætiefnum.
Kókostrefjar
Kókostrefjar eru notaðar sem jarðvegur fyrir sumar orkídeutegundir
sem þola ekki venjulegan jarðveg.
Einnig er hægt að blanda þeim við jarðveg til að gera hann
loftkenndari, rakadrægari og auka dreni
Vikur
Vikur er hægt að nota neðst í potti til að auka dren.
Ef ekki er hægt að tryggja dren er hægt að setja gott lag af vikri neðst í
pottinn svo vatnið safnist þangað og sitji ekki á rótum.
Einnig er hægt að blanda honum við jarðveg ti að gera hann
loftkenndari og auka dren.
Leirkúlur
Leirkúlur eru notaðar neðst í potti til að auka dren, leirkúlurnar
draga einnig í sig vökva sem þær skila síðan og geta því aukið
rakadrægni og lengt tíma milli vökvuna.
Einnig er hægt að blanda þeim við jarðveg til að gera hann
loftkenndari og rakadrægari. Þær henta sérlega vel fyrir plöntur sem
þola þurrk illa þar sem þær skila raka aftur í jarðveg þegar hann
þornar.
Vermíkúlít
Vermíkúlít er bætiefni fyrir jarðveg. Það eykur frárennsli en er aðallega
notað til að gera moldina rakadrægari. Það hentar því vel fyrir plöntur
sem þola illa þurrk og er oft notað með græðlingum og kímplöntum.
Perlít
Perlít er bætiefni fyrir jarðveg. Það er einnig hentugt til að róta
afklippur eða vatnsræktun. Í jarðvegi eykur það frárennsli og gerir
hann loftkenndari.
Vatnskristallar
Einnig kallað vatnsgel. Litlir kristallar sem draga í sig vatn þegar
vökvað er sem þeir skila síðan út í jarðveginn þegar hann þornar. Gerir
þannig moldina rakadrægari og lengir tíma milli vökvana.