
Hvernig mold er best að nota
Þær pottaplöntur sem við erum með inni hjá okkur koma víðsvegar frá og eru vanar mismunandi jarðvegi. Réttur jarðvegur er ekki alltaf bráðnauðsynlegur en ef hann er sá rétti auðveldar það alla aðra umhirðu á plöntunni. Ef plantan þín er viðkvæmari en hún ætti að vera fyrir mismunandi raka- og birtuskilyrðum er mjög líklegt að hún sé í óheppilegum jarðvegi. Hægt er að fletta uppi þörfum hverrar plöntu fyrir sig eða íhuga rakaþörf og ákveða moldina út frá því. Einnig er hægt að blanda bætiefnum í moldina til að laga hana að sérþörfum hverrar plöntu.
Alhliða mold
Mold sem hentar fyrir flestar pottaplöntur. Passa þarf að;
- drenið sé gott (að hún verði ekki að drullu þegar hún blotnar)
hún sé rakadræg (hún haldi í sér vatni og það leki ekki strax í gegn) - að hún haldist loftkennd (verði ekki að steypu þegar hún þornar)
- einnig er gott að athuga hvort hún sé næringarbætt og pH-jöfnuð
Ef plantan þarf sérhæfða mold er góð almenn mold heppilegur grunnur
til þess að planta bætiefnum saman við.
Góð almenn mold sem fæst í Garðheimum er Culvita Potgrond.
Sáðmold
Mold ætluð til að sá fræjum í og koma upp græðlingum. Sáðmold er
sandkennd með hröðu frárennsli sem kemur í veg fyrir rótarfúa. Hún er
einnig ekki jafn næringarbætt og almenn mold og kemur þannig í veg
fyrir ofvöxt græðlinga sem hætta er á í almennri mold. Hægt er að sá
fræjum beint í hana og halda kímplöntunum í henni þar til nokkur
laufblöð eru komin á þær. Þá er hægt að færa plöntuna yfir í almenna
mold.
Kaktusamold
Mold ætluð kaktusum og þykkblöðungum. Hún hentar einnig vel fyrir
índíanafjöður og aðrar plöntur sem þola illa að standa í vatni. Moldin er
mjög sandkennd og því er frárennslið mjög hratt. Auðveldar hirðu á
þessum plöntum til muna þar sem töluvert minni hætta er á ofvökvun
og rótarfúa.
Súr mold
Mold ætluð plöntum sem þurfa lægra pH-gildi en er í almennri mold.
Gildið í slíkri mold er um 4.5 – 6.5, í stað 7+ í almennri mold. Röng mold
getur valdið næringarskorti í sýrukærum plöntum þar sem þær geta
ekki tekið upp efni í röngu sýrustigi. Dæmi um þessar plöntur eru
lyngrósir, hortensíur, alparósir og gardeníur. Einnig er hægt að laga
sýrustigið af með súrri fljótandi næringu.
Leirkennd mold fyrir ólífu- og sítrustré
Ólífu- og sítrustré koma frá ströndum Miðjarðarhafs þar sem
jarðvegurinn er leirkenndur með hröðu dreni. Umhirða þeirra plantna
og annarra Miðjarðarhafsplanta svo sem köngulpálma er auðveldust í
þessari mold.