
Hvenær á að nota áburð
Mikilvægt er að gefa plöntum næringu milli þess sem þeim er umpottaðar. Ef það er ekki gert er hætta á næringarskorti sem getur valdið blaðskaða eða að blómplanta blómstri ekki.
Mikilvægt er að vökva ekki með næringu yfir vetur
Plantan getur ekki nýtt sér næringuna í skammdeginu en hún mun byggjast upp í jarðveginum. Gamalt húsráð er að vökva með næringu í öllum þeim mánuðum sem enda ekki með r-i. Það er, mars – ágúst; en ekki í mánuðunum; september – febrúar.
Einnig er mikilvægt að gefa ekki of mikla næringu og ekki of oft. Fylgja skal fyrirmælum með hverri næringu (og jafnvel þynna út meira en þær segja) og alltaf vökva með hreinu vatni a.m.k. einu sinni milli næringar þannig að næringin byggist ekki upp í jarðveginum.
Súr næring
Einstaka plöntur þurfa sérhæfða næringu, svo sem lyngrósir, hortensíur og gardeníur, sem vilja súra næringu.