
Miklu máli skiptir að jafna vel út jarðvegin þannig að grasflötin sé eins flöt og hægt er. Gott er að byrja á því að hreinsa moldina sem fyrir er, losa út stóra steina eða aðra óæskilega aðskotahluti og leysa úr stórum moldarhnullungum. Þá getur verið ráðlagt að kaupa vandaða mold í efsta lagið, sér í lagi ef moldin sem til er til staðar er ekki mjög næringarrík og létt í sér. Því næst er gott að blanda við hana sandi, kalki og góðum blönduðum áburði, svosem blákorni eða lífrænum áburði. Þannig er búið að gefa grasflötinni góða undirstöðu og næringu sem ætti að auðvelda alla umhirðu seinna meir.