Skip to main content
search
0

Júlíblóm

Blómstra í júlí

Á meðal þeirra blóma sem blómstra í júlí eru:

Rósir

Í júlí fara fyrstu rósirnar líka að blómstra. Þyrnirósirnar og aðrar villirósir eins og t.d. fjallarósin eru fyrstar og fljótlega bætast fyrstu ígulrósirnar við. ‘Wasagaming‘ og ‘Agnes‘ eru yfirleitt þær fyrstu til að byrja að blómstra. Á meðal annarra rósa í blóma í júlí eru ‘Louise Bugnet‘, Maigold‘, ‘Pike‘s Peak‘ (Hringbrautarrósin)‚ gullrós ‘Bicolor’ og Dornrós.

Blómstrandi runnar

Af blómstrandi runnum eru sýrenurnar og ýmsir hvítblóma kvistir eins og t.d. birkikvistur og stórkvistur sennilega mest áberandi í júlí. Aðrir fallegir runnar í blóma núna eru stjörnutoppur og brárunni ‚Siska‘. Svo styttist í að ljúfur kúlutyggjósilmur snækórónunnar leggist yfir garðinn.

 

Rannveig Guðleifsdóttir

Garðaflóra

Close Menu