
Verið velkomin á Vorgleði Garðheima að Álfabakka 6 helgina 13.-14. apríl.
Við ætlum að fagna komu vorsins í fyrsta skipti í nýjum húsakynnum okkar með gleði og glaum og hefja undirbúning fyrir sumarið. Við verðum með grillaðar pylsur, lukkuhjól og blaðrarinn mætir á svæðið.
Garðyrkjufræðingarnir okkar verða á staðnum með góðu ráðin en þeir mæla með því að byrja á að snyrta trén, raka saman lauf, setja niður vorlauka og hefja sáningu á sumarblómum og grænmetisplöntum. Þá er einnig gott að umpotta inniplöntunum sem eru oftar en ekki smá ræfilslegar eftir veturinn og hefja reglulega áburðagjöf.
Fjölskylduvæn dagskrá milli kl 13-16 laugardag og sunnudag
- Blaðrarinn tekur á móti krökkunum
- Grillaðar pylsur og gos á 300kr
- Krakkarnir fá að sá fyrir sínum eigin sumarblómum
- Hoppukastali (ef veður leyfir)
- Lukkuhjól með fullt af skemmtilegum vinningum
- Lifandi býflugnabú
- Nói Siríus kynnir góðgæti
- Lindt súkkulaðimolasmakk og Real Coffee kynning
- Garðyrkjufræðingar okkar veita ráðgjöf
- Frábær tilboð í gangi
20% afsláttur af eftirfarandi vöruflokkum 12.-14. apríl:
- Garðhúsgögnum
- Áburði og mold
- Fræ og laukar
- Handverkfæri og klippur
- Pottar
- Sígrænar plöntur
- Garðrósir
- Lindt kúlur og Real Coffee kaffi
Hlökkum til að sjá ykkur á Vorgleði í Garðheimum um helgina!