
Það gleður okkur að bjóða til fermingarsýningar í Garðheimum helgina 4.-5. febrúar milli kl 13-17. Þar komum við til með að sýna fjölda fallegra hugmynda fyrir fermingarveisluna og veita ráðgjöf í útfærslu á ykkar veislu. Þá verður hægt að panta áletranir á kerti, servíettur, sálmabækur, gestabækur o.fl. og bjóðum við 30% afslátt af öllum fermingarvörum þessa helgi. Blómaskreytar Garðheima verða búnar að dekka upp fjölda fallegra veisluborða, sýna fermingarskreytingar og fermingarskraut í hár svo eitthvað sé nefnt.
Afsláttarkóði á vefnum er: FERMING
Fjöldi frábærra samstarfsaðila verða á svæðinu að kynna ýmsa þjónustu fyrir fermingar:
- Rent-a-partý kynnir myndabása, krapvélar og fleira skemmtilegt
- Matarkompaný kynnir veisluþjónustu
- Sætar Syndir kynnir fallegar kökur og sætmeti
- Helga Dögg ljósmyndari kynnir fermingarljósmyndir
- Little moons kynnir ís frá öðrum heimi
- Agla gosgerð gefur frískandi gosdrykki
- La Praline kynnir gómsætar súkkulaðitrufflur
- Selected sýnir falleg fermingarföt
- Nítró sýnir flottar vespur
Einnig verðum við með lukkupott fyrir foreldra á staðnum þar sem hægt er að vinna:
- Gistingu fyrir tvo á Íslandshótel með morgunverði
- Gjafabréf að verðmæti 20.000 á Fjallkonunni
- Gjafabréf að verðmæti 30.000 í Garðheimum
Hlökkum til að sjá ykkur á fermingarsýningu í Garðheimum um helgina!