Lýsing
Leiðbeiningar fyrir Harvy vatnsræktun:
1. Veljið ákjósanlega staðsetningu fyrir Harvy.
2. Fyllið Harvy af vatni. 4 lítrar fara í Harvy 3 og 9 lítrar í Harvy 6 (mælistika í kassa).
3. Bætið næringarefni í vatnið. 8 ml fara í Harvy 3 og 18 ml í Harvy 6.
4. Setjið forsáðu kókostöflurnar í plast/neta pottana og fjarlægið verndarlímmiða af töflunum.
5. Komið pottunum fyrir í götunum á kassanum.
6. Staðsetjið ljósið u.þ.b. 10 cm fyrir ofan lokið á kassanum.
7. Kveikið á ljósinu í 12-16 tíma á dag og fyllið á vatn og næringu eftir þörfum.
8. Bíðið spennt í um 3 vikur og njótið svo uppskerunnar. Þegar búið er að klára uppskeruna þarf að kaupa nýjar kókostöflur til að hefja næstu ræktun. Hægt er að velja um forsáðar töflur eða prófa sig áfram með fræ að eigin vali.











