
Matlaukur
Matlaukur þarf frjóan og vel framræstan jarðveg á sólríkum stað, jafnvel í vermireit í byrjun. Honum er plantað út í maí með um 5 cm bili og 25‐30 cm á milli raða. Laukurinn er settur efst í moldarlagið svo að það glitti í enda. Hægt er að nýta blöðin á vaxtartíma en passa þarf að taka þau ekki öll. Laukurinn er fullþroska þegar blöð byrja á visna, þá þarf að taka hann upp og þurrka. Þeir geymast vel þegar skænisblöð (ystu blöð) eru orðin þurr og þá er óhætt að setja hann í geymslu við 0‐7°C og lágt rakastig.
Skarlotlaukur
Skalotlaukur er frábrugðinn matlauk. Hann myndar allt að 10 smálauka í kringum sig á vaxtarskeiði. Honum er fjölgað með sáningu í lok febrúar til byrjun mars eða ræktaður út frá útsæðislauk. Honum er plantað út í maí og þarf að hylja hann með um 4 cm þykku moldarlagi. Hæfilegt bil fyrir skalotlauk er 15 cm á milli plantna og 30 cm á milli raða.
Hvítlaukur
Hvítlaukur samanstendur af mörgum geirum. Honum er fjölgað með því að setja hnýði (geira) um 5 cm í jörðu mjög snemma vors (í byrjun apríl) eða að hausti og þá skilinn eftir yfir veturinn. Hitastig stjórnar þroska og vexti. Hitastig undir undir 0°C kemur honum í vetrardvala og mynda ný rif.